Harry prins kominn heim frá Afganistan Óli Tynes skrifar 1. mars 2008 12:07 Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu. Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu.
Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40
Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01