Harry prins kominn heim frá Afganistan Óli Tynes skrifar 1. mars 2008 12:07 Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu. Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu.
Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40
Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01