Innlent

Tímar óreiðu og óvæginna ummæla Netinu á enda

MYND/Stefán

Allt bendir til þess að tíma óreiðu og óvæginna ummæla á Netinu sé að ljúka að mati prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í bloggmálinu svokallaða vera tímamótadóm.

Gaukur Úlfarsson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn til að greiða Ómari R. Valdimarssyni 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um Ómar á bloggsíðu sinni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði á heimasíðu sinni í gær að um sögulegan dóm væri að ræða.

Undir það tekur Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Hann segir að ef dómurinn standi þá tákni það án alls efa að það verði töluverð ritskoðun sett af stað á netheimum og þá fari Netið að líkjast öðrum fjölmiðlum.

Þorbjörn segir Netið hingað til hafa einkennst af óbeisluðum skrifum. Þetta sé miklu óagaðri samskipta- og boðskiptaheimur heldur en það sem fólk eigi að venjast. Þetta sé eigi að síður fjölmiðill og þar af leiðandi beri fólki að umgangast hann af nákvæmlega sömu virðingu eins og ef fólk væri að skrifa í blöðin en þannig hefur það ekki verið.

Þorbjörn segir hins vegar að ef Hæstiréttur staðfesti ekki dóm Héraðsdóms gæti það haft þveröfug árhif. Það er hans mat að menn mættu gjarnan hugsa sig betur um sem skrifa á blogginu, ekki allir en margir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×