Erlent

Jarðskjálfti skók miðhluta Englands í nótt

Jarðskjálfti upp á 5,3 á Richter skók miðhluta Englands í nótt. Þetta er stærsti jarðskjálfti á Bretlandseyjum á síðustu 25 árum.

Íbúar á svæðinu frá Newcastle og suður til London fundu vel fyrir skjálftanum, innanstokksmunir færðust til og það kvarnaðist úr skorsteinum og þakflísum. Hinsvegar er ekki vitað til þess að neinn hafi skaðast af völdum skjálftans og eignatjón er víðast lítið sem ekkert.

Jarðskjálftinn átti upptök sín í Lincolnshire um klukkan eitt að staðartíma í nótt. Einn af íbúm sýslunnar, Bev Finnegan, segir í samtali við BBC að hann hafi í fyrstu fylst skelfingu þar sem skjálftanum hafi fylgt þung og drungaleg hljóð. Bev segir einnig að henni hafi fundist sem þakið á húsi hennar væri að hrynja og hefði hún því stokkið út á götu. Þá voru margir nágrannnar hennar einnig komnir út á götu í náttklæðum sínum. En allir sluppu með skrekkinn í sýslunni og eingartjón var minniháttar sem fyrr segir.

Skjálftar af þessari stærðargráðu eru afar sjaldgæfir á Bretlandseyjum. Frá aldamótum hefur einn jarðskjálfti af stærðargráðunni 5 á Richter mælst en það var árið 2002 í West Midlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×