Jafnt hjá Arsenal og Man Utd 20. febrúar 2008 21:38 Carlos Tevez skoraði afar mikilvægt mark fyrir United í Frakklandi Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira
Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira