Innlent

Fórnarlömb Guðmundar í Byrginu vilja 10 milljónir í bætur

Andri Ólafsson skrifar

Vísir hefur undir höndum ákærur Ríkissaksóknara gegn Guðmundi Jónssyni í Byrginu sem þingfestar voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Guðmundi er gefið að sök að hafa framið kynferðisbrot með því hafa sem forstöðumaður, meðferðarráðgjafi og stjórnandi kristilegra samkoma haft samræði og önnur kynferðismök við fjórar konur, sem voru vistmenn í Byrginu.

Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað freklega þá aðstöðu sína að konurnar voru honum háðar sem skjólstæðingar hans í trúnaðarsambandi.

Ákærurnar skiptast í fjóra kafla.

Í þeim fyrsta er Guðmundi gefið að sök að hafa haft samræði við stúlku A þegar hún var vistmaður í Byrginu og sótti þar stuðningsmeðferð. Í nokkur skipti árið 2003 og í sjö eða átta skipti í sumarhúsi við Laugavatn. í skóglendi við Hagavík og á fleiri útivistarstöðum.

Í öðrum kafla ákærunnar er Guðmundi gefið að sök að hafa frá apríl 2004 til maí 2005 nánast á hverjum degi haft samræði eða önnur kynferðismök við stúlku B. Stúlkan var í meðferð í Byrginu vegna vímuefnamisnotkunar. Kyferðismökin áttu sér oftast stað í Byrginu en einnig á hótelum í Reykjavík.

Í þriðja kafla ákærunnar er Guðmundi gefið að sök að hafa haft samræði við stúlku C á frá haustinu 2004 til aprílmánaðar 2005. Honum er einnig gefið að sök að hafa haldið áfram að hafa við hana kynferðismök eftir að hún flutti úr Byrginu en þá sótti hún ennþá kristilegar samkomur í Byrginu,

Í fjórða kafla ákærunnar er Guðmundi gefið að sök að hafa haft samræði við stúlku D frá sumri 2004 til febrúarmánaðar 2005. Stúlkan var þá 17 ára og sótti meðferð í Byrginu vegna fíkniefnamisnotkunar.

Stúlkunar fjórar krefjast bóta úr hendi Guðmundar fyrir alls 10 milljónir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×