Innlent

Sextán ára á stolnum bíl

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. GVA

Sextán ára piltur var tekinn á stolnum bíl á Ísafirði í nótt. Pilturinn var réttindalaus og sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að elta hann í smá tíma þar til hann stöðvaði bílinn. Í ljós kom að pilturinn var undir áhrifum áfengis.

Haft var samband við foreldra piltsins og verður hann yfirheyrður síðar. Lögreglan hafði ekki upplýsingar um hvar pilturinn stal bílnum en eigandi hans kom og sótti hann í nótt. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur á Ísafirði í nótt. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×