Innlent

Slagsmál á Akureyri

Lögreglan á Akureyri var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaði í bænum. Að sögn lögreglu voru slagsmálin tengd drykkju og skemmtanahaldi og einn slagsmálaahundanna gisti fangageymslur í nótt.

Mál hans verður tekið fyrir um hádegisbil og honum sleppt að því loknu. Þá var einn tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Tekið var af honum blóðsýni og honum sleppt að loknum yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×