Innlent

Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri

Kristín Edwald er fyrir miðri mynd.
Kristín Edwald er fyrir miðri mynd.

Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður mun ekki taka við embætti formanns barnaverndarnefndar en hún var skipuð formaður í nefndina af núverandi meirihluta í borgarstjórn. Kristín var að henni forspurðri skipuð formaður nefndarinnar.

Í fréttum útvarpsins var haft eftir Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að Kristín hafi óvart verið skipuð sem formaður nefndarinnar og að um hafi verið að ræða handvömm af hálfu þeirra sem skipuði í nefndina.

Krístín Edwald hyggst sitja sem formaður nafndarinnar til næsta borgarstjórnarfundar til að koma í veg fyrir neyðarástand í barnaverndarmálum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×