Erlent

18 látnir í mótmælunum í Kenía

Skelfingu lostinn drengur öskrar þegar hann sér vopnaðan lögreglumann nálgast heimili sitt í Kibari fátækrahverfinu í Nairóbí.
Skelfingu lostinn drengur öskrar þegar hann sér vopnaðan lögreglumann nálgast heimili sitt í Kibari fátækrahverfinu í Nairóbí. MYND/AFP

Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum.

Verstu átökin áttu sér stað í Kibari fátækrahverfinu í Nairóbí þar sem meirihluti íbúa styður Odinga. Þar skaut lögregla úr vélbyssu að mótmælendum. Táragasi var skotið að múslimum sem mótmæltu í höfuðborginni og í hafnarborginni Mombasa þar sem þeir gengu frá moskum eftir bænastund í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×