Erlent

Pylsuskortur hrellir Svisslendinga

Svissneskir slátrarar eru áhyggjufullir þessa dagana og hafa varað þjóðin við yfirvofandi pylsuskorti í landinu á þessu ári.

Ástæðan er sú að mjög hefur dregið úr innflutningi til Sviss á görnum úr brasilískum nautgripum en þær eru notað við gerð uppáhaldspyslu Svisslendinga sem nefnist Cervelat.

Samtök slátrara í Sviss segja að minnkandi birgðir af þessari pylsu gætu orðið uppurnar þegar evrópumótið í fótbolta hefst. Sérstakur átakshópur hefur verið stofnaður til að glíma við þetta vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×