Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar Breki Logason skrifar 3. júní 2008 19:44 „Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt
Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44