„Árni ætti að biðjast afsökunar“ 3. júní 2008 16:44 Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira