„Árni ætti að biðjast afsökunar“ 3. júní 2008 16:44 Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira