Innlent

Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson.

Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni.

Staksteinar segja að mjög fáir sjálfstæðismenn hafi í raun „nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Þeir telja borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum einleik, sem muni ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólaskipti við Hönnu Birnu," segja Staksteinar. Þá er því velt upp hvort ekki væri ráð að leita á ný eftir meirihlutasamstarfi við framsóknarmenn. „Lítill málefnaágreiningur virðist vera milli þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar," segir í pistlinum.

Óskar Bergsson vildi ekkert tjá sig um þessar hugleiðingar Staksteina í dag þegar Vísir hafði samband við hann. „Það er allt í lagi að menn hugsi til mín," segir Óskar en sagðist að öðru leyti ekkert hafa um vangaveltur af þessu tagi að segja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×