Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Liechtenstein hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 11. febrúar næstkomandi.
Leikurinn verður leikinn á La Manga á Spáni en 11. febrúar er alþjóðlegur leikdagur. Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast, Íslendingar hafa tvisvar farið með sigur af hólmi, einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli og Liechtenstein sigrað einu sinni.