Pálmi: Þetta toppaði allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 11:54 Pálmi Rafn er aðalmaðurinn hjá Stabæk í dag. Mynd/Heimasíða Stabæk Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23