Knattspyrnusamband Evrópu hyggst breyta fyrirkomulaginu og umgjörðinni í kringum Evrópukeppni félagsliða, UEFA-bikarnum. Keppnin hefur algjörlega fallið í skugga Meistaradeildarinnar síðustu ár.
Áhugi stuðningsmanna og fjölmiðla fer sífellt minnkandi og keppnin er ekki að reynast eins mikil tekjulind fyrir félagslið eins og vonast hafði verið eftir.
„Margir líta á þessa keppni sem einhverja sárabóta-keppni fyrir lið sem ekki komast í Meistaradeildina. Það verður að gefa henni sama mikilvægi og fyrir 15-20 árum," sagði Karl-Heinze Rummenigge hjá Bayern München.