„Árni ætti að biðjast afsökunar“ 3. júní 2008 16:44 Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira