Erlent

Vill að unglingar læri að koma auga á hryðjuverkamenn

Aðstoðarborgarstjóri í Kaupmannahöfn vill að kennarar, skátaleiðtogar og aðrir sem umgangast unglinga læri að koma auga á upprennandi hryðjuverkamenn.

Jakob Hougård, aðstoðarborgarstjóri fyrir aðlögunarmál í höfuðborg Danmerkur, segir að leiðtogar í íþróttastarfi og frístundastarfi eigi einnig að hafa vakandi auga með krökkum sem gætu verið að gangast öfgasinnum á vald.

Þeir eigi þá að geta hringt í símanúmer þar sem hægt verði að tilkynna um hina grunuðu upprennandi hryðjuverkamenn. Þessi tillaga er hluti af 500 milljóna íslenskra króna forvarnapakka sem Ritt Bjerregård borgarstjóri er að leggja fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×