Segjast ekki hafa myrt saklausa mótmælendur 17. mars 2008 12:15 Stjórnvöld í Kína segja alrangt að saklausir mótmælendur hafi verið myrtir í uppþotum í höfuðborginni Lasa síðustu daga, líkt og leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta hafa fullyrt. Kínverjar hafa gefið skipuleggjendum mótmælanna frest til dagsins í dag að gefa sig fram. Tíbetar vilja sjálfstæði en Kínverjar segja héraðið óaðskiljanlegan hluta af Kína. Mótmæli blossuðu upp fyrir helgi. Kíangba Púnkog, landsstjóri í Tíbet, segir að ró hafi nú færst yfir Lasa. Skipuleggjendur mótmælanna hafa frest til klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma til að gefa sig fram við lögreglu. Landsstjórinn sagði á blaðamannafundi í morgun að sextán mótmælendur hefðu fallið í átökum, þar af þrír þegar þeir stukku út úr byggingum til að forða sér frá handtökum. Leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta segja um áttatíu manns hafa fallið. Púnkog sagði rangt að öryggissveitir hefðu ekki hleypt af skotvopnum í átt að mótmælendum. Hann skellti skuldinni á Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, og bandamenn hans. Hann hvatti alla sem hefðu komið nálægt skipulagningu mótmælanna til að gefa sig fram. Þeir sem gætu gefið upplýsingar og vísað á þá sem hefðu átt mestan þátt í undirbúningi þeirra fengu milda meðferð, öðrum yrði refsað harkalega. Átökin hafa dregið stöðu mannréttindamála í Kína inn í umræðuna aftur aðeins fimm mánuðum áður en Ólympíuleikarnir hefjast þar í landi. Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, krefst þess að viðbrögð Kínverja við mótmælunum verði tekin til alþjóðlegrar rannsóknar. Vesturlönd hafa hvatt alla aðila til að sýna stillingu. Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna ástandsins í Tíbet Kínverjar hafa lokað fyrir vefveituna YouTube þar sem erlendar fréttir af mótmælunum og andstöðu á vesturlöndum voru birtar í gær. Í tilkynningu frá Vinstri - grænum kemur fram að þingflokkurinn hafi óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman hið fyrsta til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Stjórnvöld í Kína segja alrangt að saklausir mótmælendur hafi verið myrtir í uppþotum í höfuðborginni Lasa síðustu daga, líkt og leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta hafa fullyrt. Kínverjar hafa gefið skipuleggjendum mótmælanna frest til dagsins í dag að gefa sig fram. Tíbetar vilja sjálfstæði en Kínverjar segja héraðið óaðskiljanlegan hluta af Kína. Mótmæli blossuðu upp fyrir helgi. Kíangba Púnkog, landsstjóri í Tíbet, segir að ró hafi nú færst yfir Lasa. Skipuleggjendur mótmælanna hafa frest til klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma til að gefa sig fram við lögreglu. Landsstjórinn sagði á blaðamannafundi í morgun að sextán mótmælendur hefðu fallið í átökum, þar af þrír þegar þeir stukku út úr byggingum til að forða sér frá handtökum. Leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta segja um áttatíu manns hafa fallið. Púnkog sagði rangt að öryggissveitir hefðu ekki hleypt af skotvopnum í átt að mótmælendum. Hann skellti skuldinni á Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, og bandamenn hans. Hann hvatti alla sem hefðu komið nálægt skipulagningu mótmælanna til að gefa sig fram. Þeir sem gætu gefið upplýsingar og vísað á þá sem hefðu átt mestan þátt í undirbúningi þeirra fengu milda meðferð, öðrum yrði refsað harkalega. Átökin hafa dregið stöðu mannréttindamála í Kína inn í umræðuna aftur aðeins fimm mánuðum áður en Ólympíuleikarnir hefjast þar í landi. Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, krefst þess að viðbrögð Kínverja við mótmælunum verði tekin til alþjóðlegrar rannsóknar. Vesturlönd hafa hvatt alla aðila til að sýna stillingu. Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna ástandsins í Tíbet Kínverjar hafa lokað fyrir vefveituna YouTube þar sem erlendar fréttir af mótmælunum og andstöðu á vesturlöndum voru birtar í gær. Í tilkynningu frá Vinstri - grænum kemur fram að þingflokkurinn hafi óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman hið fyrsta til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira