Fótbolti

Giggs: Betra en 1999

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand og Ryan Giggs lyfta bikarnum á loft í kvöld.
Rio Ferdinand og Ryan Giggs lyfta bikarnum á loft í kvöld. Nordic Photos / AFP
Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari.

United vann fyrir níu árum síðan sigur á Bayern München í ótrúlegum úrslitaleik en United var 1-0 undir og skoraði tvívegis í blálok leiksins.

Giggs kom inn á sem varamaður í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá félaginu með því að leika sinn 759. leik í treyju United.

„Ég get leyft mér að njóta þessa sigurs aðeins betur," sagði Giggs eftir leikinn. „Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og þeir fengu nokkur færi í seinni hálfleik. Við náðum að halda okkar striki undir lok leiksins," sagði Giggs og bætti við að það væru kvöld sem þetta sem menn myndu minnast sem eitt það besta í lífinu.

Rio Ferdinand var fyrirliði United í kvöld og sagði eftir leikinn að hann taldi víst að Terry myndi skora úr víti sínu og þar með tryggja Chelsea sigurinn.

„Hann er öllu jöfnu frábær í vítum á æfingum," sagði Ferdinand. „En því miður fyrir hann þá rann hann til í bleytunni en það var auðvitað frábært fyrir okkur. Einhver verður að tapa og vorum við það heppnir að vinna í kvöld. Edwin varði frábærlega í lokin."

Tengdar fréttir

Manchester United Evrópumeistari

Manchester United varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×