Innlent

50 til 60 leita í nótt – Aðgerðir aftur af stað á fullum þunga er birtir

SHA skrifar
Lögreglan með fórur mannsins sem fundust í hlíðum Esjunnar í dag.
Lögreglan með fórur mannsins sem fundust í hlíðum Esjunnar í dag. Fréttablaðið/GVA

Enn hefur ekkert sést til mannsins sem sást labba nakinn upp hlíðar Esjunnar fyrr í dag. Leit hefur staðið yfir frá hádegi og hafa nokkuð hundruð manns tekið þátt í leitinni auk þyrlna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni munu um fimmtíu til sextíu manns halda áfram leit að manninum í nótt en um leið og birtir verður fullur þungi settur að nýju í leitina.

Lögreglan hefur einnig lýst eftir vitnum sem gætu hafa tekið nakinn mann upp í bifreið sína við Esjuna í dag eða séð eitthvert athæfi af slíku tagi.






Tengdar fréttir

Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni

Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma.

Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur.

Leitað að nöktum manni á Esjunni

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×