Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júlí 2008 16:40 Algeng sjón á Egilsstöðum en myndin var tekin þar fyrir stuttu. MYND/Björgvin Hilmarsson „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira