Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júlí 2008 16:40 Algeng sjón á Egilsstöðum en myndin var tekin þar fyrir stuttu. MYND/Björgvin Hilmarsson „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira