Erlent

Einkaþjálfarinn myrti Beagley

Kate Beagley
Kate Beagley

Einkaþjálfarinn Karl Taylor hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt kaupsýslukonuna Kate Beagley á þeirra fyrsta stefnumóti.

Hin 32 ára gamla Beagley var með 31 stungusár aftan á hálsi og í andliti þegar nakið lík hennar fannst í maí á þessu ári. Taylor fékk lífstíðardóm en hann á eftir að sitja inni í að minnsta kosti 30 ár.

Vinir og fjölskylda stúlkunnar lýstu eftir henni á netinu í fjóra daga eftir að hún fór út með einkaþjálfaranum. Taylor var í kjölfarið handtekinn og vísaði hann á lík stúlkunnar í Oxhey skógi í Hertfordskíri.

Hún hafði keyrt um í bifreið sinni sem Taylor segist hafa ætlað að ræna. Í kjölfarið myrti hann hana þar sem þau sátu á bekk á fallegum stað nálægt ánni Thames í Richmond, suðvestur af London.

Taylor neitaði að hafa myrt stúlkuna fyrir rétti og sagði hana hafa framið sjálfsvíg þar sem hún skallaði hníf sem hann hélt á eftir að hafa sagt honum frá vandamálum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×