Innlent

Húsunum við Hverfisgötu verður lokað

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á hörfuðborgarsvæðinu segir að forsvarsmenn Festa sem eiga húsin við Hverfisgötu sem ítrekað hefur kviknað í síðustu mánuði, ætli að gera gangskör að því að loka húsunum tryggilega. Hann fór í vettvangsferð á Hverfisgötuna í morgun og segir að sér hafi verið töluvert brugðið.

„Við fórum í morgun, hittum þessa aðila og könnuðum aðstæður í þessum húsum og ég verð að segja að mér varð töluvert brugðið við að sjá ástandið þarna, þrátt fyrir að hafa heyrt lýsingar minna manna," segir Jón Viðar í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að eigendur húsanna séu „virkilega meðvitaðir um málið og þeir ætla að ganga í það að hreinsa til og loka húsunum."

Jón segir ástandið víða slæmt í þessum málum en algengt er að útigangsfólk sæki í yfirgefnar byggingar. Litlu mátti muna að maður yrði eldi að bráð þegar kveikt var enn einu sinni í við Hverfisgötuna aðfaranótt þriðjudagsins. „Maður vonar innilega að það þurfi ekki meira til þess að menn vakni en þessa hörkulegu viðvörun," segir Jón Viðar. Hann segir þó greinilegt að umræða síðustu daga um þessi mál hafi borið árangur. „Við fórum líka upp á Vatnsstíg þar sem svipuð mál hafa verið uppi og þar var þegar búið að loka því húsi þannig að umræðan er greinilega að skila sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×