Kári Árnason lék allan leikinn fyrir AGF þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
AGF er í tíunda sæti deildarinnar og einu sæti frá fallsæti. Liðið er þó níu stigum á undan Viborg sem er í ellefta sæti og því nokkuð öruggt um sætið sitt.
OB er í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FCK sem er í öðru sæti. Álaborg er þó með átta stiga forystu á toppi deildarinnar.