Flugvél frá þýska félaginu Lufthansa var hætt komin á laugardag þegar hún kom inn til lendingar á flugvellinum í Hamborg.
Sterkur hliðarvindur var á svæðinu og sveiflaðist vélin til og frá í aðfluginu og þegar hún lenti munaði litlu að annar vængur hennar rækist í flugbrautina og hún færi á hliðina.
Fyrir snarræði flugmanna var því afstýrt og sakaði engan af rúmlega 130 farþegum í vélinni sem er af gerðinni Airbus. Myndband af atvikinu hefur nú verið sett á Netið og má nálgast það hér.