Fótbolti

Árni Gautur til Odd Grenland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Gautur Arason er á leið til Odd Grenland.
Árni Gautur Arason er á leið til Odd Grenland. Mynd/Scanpix

Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Hann hefur verið án félags síðan hann fór frá Thanda Royal Zulu í Suður-Afríku í vor en þar áður spilaði hann með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Hann lék einnig lengi með Rosenborg þar í landi og varð margfaldur norskur meistari.

Odd Grenland er í efsta sæti norsku B-deildarinnar með eins stigs forystu á Start. Vörn liðsins hefur þó ekki nógu sterk að undanförnu og nú síðast tapaði liðið fyrir Sandefjord í gærkvöldi þar sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka leiksins.

Talið er líklegt að Árni Gautur verði orðinn klár í markið hjá Odd Grenland er félagið mætir Sogndal á útivelli á sunnudaginn.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.