Innlent

Ófært sums staðar á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og sums staðar er orðið ófært.

Á Vestfjörðum er stórhríð og er fólki ráðið frá því að fara yfir Steingrímsfjarðarheiði. Sama má segja um Klettsháls. Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hvar éljagangur, snjóþekja og hálka. Þæfingsfærð og stórhríð er í Norðurárdal í Skagafirði og snjóþekja og éljagangur er á Öxnadalsheið.

Þæfingsfærð er í Dalsmynni og hálkublettir og stórhríð er á Tjörnesi. Þá er ófært um Víkurskarð. Óveður er á Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum og Sandvíkurheiði, þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði og þungfært á Biskupsháls og þar einnig ófært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×