Birgjar dragi úr hækkunum ef krónan styrkist 25. mars 2008 14:27 Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. „Það er von á hækkunum á næstu dögum en ef krónan styrkist frekar reiknum við fastlega með að birgjar dragi hækkanir að einhverju leyti til baka sem skilar sér svo auðvitað út í verslanirnar," sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. sem rekur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar. Hann sagði ómögulegt að slá nokkru föstu um hve miklar hækkanirnar yrðu í prósentum talið, vöruflokkar margir og vægi þeirra mismunandi, en fyrirtækið ætlaðist til þess að birgjar drægju úr hækkunum ef krónan styrktist. „Við bíðum aðeins með hækkanirnar til að sjá hvernig málin þróast," sagði Eysteinn. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem m.a. reka Bónus, 10-11 og Hagkaup, greindi frá því í viðtali við Rás 1 í morgun að búast mætti við 20% hækkun á innfluttum matvælum. Neytendur fylgist með Hildigunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, sagði hækkanir auðvitað viðbúnar við gengishrun á borð við það sem varð í síðustu viku. „Auðvitað þyrfti að koma til einverra aðgerða af hálfu ríkisvaldsins þegar svona lagað gerist. Neytendasamtökin hafa fengið gríðarlegt magn ábendinga og fyrirspurna vegna verðhækkana en verðlag er auðvitað frjálst svo okkar helsta ráð er að hvetja neytendur til að fylgjast vel með og versla frekar á ódýrari stöðum. Það er auðvitað mjög skringilegt að kaupmenn hækki bara verð um leið og gengið hækkar, jafnvel án þess að þeir hafi fengið nýjar vörur," sagði Hildigunnur. Hún sagði frá því að ef samtökunum bærust ábendingar um hækkun sem væri alveg út úr kortinu sendu þau viðkomandi kaupmanni fyrirspurn með beiðni um rökstuðning. Samkeppniseftirlitið hefði á sínum tíma verið beðið um að skoða hækkanir á matvöru en því hefði verið hafnað á grundvelli þess að verðlagseftirlit væri ekki á könnu þeirrar stofnunar.„Þegar virðisaukaskattslækkunin var gerð í fyrra sá ASÍ um matvörurverslanirnar, við sáum um sjoppurnar og Neytendastofa um veitingahúsin. Við erum með daglegar smákannanir á einhverri einni vöru en höfum því miður engan mannafla í reglulegar verðlagskannanir. Hvetjum neytendur bara til að fara varlega og fylgjast með og eins og alltaf að eyða ekki um efni fram," sagði Hildigunnur að lokum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
„Það er von á hækkunum á næstu dögum en ef krónan styrkist frekar reiknum við fastlega með að birgjar dragi hækkanir að einhverju leyti til baka sem skilar sér svo auðvitað út í verslanirnar," sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. sem rekur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar. Hann sagði ómögulegt að slá nokkru föstu um hve miklar hækkanirnar yrðu í prósentum talið, vöruflokkar margir og vægi þeirra mismunandi, en fyrirtækið ætlaðist til þess að birgjar drægju úr hækkunum ef krónan styrktist. „Við bíðum aðeins með hækkanirnar til að sjá hvernig málin þróast," sagði Eysteinn. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem m.a. reka Bónus, 10-11 og Hagkaup, greindi frá því í viðtali við Rás 1 í morgun að búast mætti við 20% hækkun á innfluttum matvælum. Neytendur fylgist með Hildigunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, sagði hækkanir auðvitað viðbúnar við gengishrun á borð við það sem varð í síðustu viku. „Auðvitað þyrfti að koma til einverra aðgerða af hálfu ríkisvaldsins þegar svona lagað gerist. Neytendasamtökin hafa fengið gríðarlegt magn ábendinga og fyrirspurna vegna verðhækkana en verðlag er auðvitað frjálst svo okkar helsta ráð er að hvetja neytendur til að fylgjast vel með og versla frekar á ódýrari stöðum. Það er auðvitað mjög skringilegt að kaupmenn hækki bara verð um leið og gengið hækkar, jafnvel án þess að þeir hafi fengið nýjar vörur," sagði Hildigunnur. Hún sagði frá því að ef samtökunum bærust ábendingar um hækkun sem væri alveg út úr kortinu sendu þau viðkomandi kaupmanni fyrirspurn með beiðni um rökstuðning. Samkeppniseftirlitið hefði á sínum tíma verið beðið um að skoða hækkanir á matvöru en því hefði verið hafnað á grundvelli þess að verðlagseftirlit væri ekki á könnu þeirrar stofnunar.„Þegar virðisaukaskattslækkunin var gerð í fyrra sá ASÍ um matvörurverslanirnar, við sáum um sjoppurnar og Neytendastofa um veitingahúsin. Við erum með daglegar smákannanir á einhverri einni vöru en höfum því miður engan mannafla í reglulegar verðlagskannanir. Hvetjum neytendur bara til að fara varlega og fylgjast með og eins og alltaf að eyða ekki um efni fram," sagði Hildigunnur að lokum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira