Bakarísstelpa stígur fram: Hnetuvínarbrauð afþídd í bakaríum SB skrifar 9. júní 2008 12:58 Suðurver. Fyrrverandi starfsmaður segir hnetuvínarbrauð flutt inn frosin. „Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki. Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki.
Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30