Innlent

Samfylkingin varar við ófrágengnum stóriðjuframkvæmdum

 

Samfylkingin varar við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá öllum málum þar að lútandi. Þetta var samþykkt í ályktun á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með öllum atkvæðum gegn einu.

Ályktunin í heild hljóðar sv0: „Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Hótel Sögu 30. mars 2008 hvetur ríkisstjórnina til að vinna að atvinnuuppbyggingu sem byggist á þekkingu, hátækni og virðingu við sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar.

Fundurinn leggur áherslu á að meðan beðið er niðurstöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða verði ekki farið inn á óröskuð svæði og varar eindregið við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá orkuöflun, línulögnum, losunarheimildum o.fl.

 

 

Flokksstjórnarfundurinn telur að við ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir í atvinnumálum með tilstuðlan og atbeina stjórnvalda og almannafyrirtækja verði að taka mið af nútímalegum atvinnuháttum, byggðasjónarmiðum og umhverfisþáttum, þar á meðal skuldbindingum Íslendinga í loftslagsmálum og fyrirheitum um vernd ósnortinna náttúrusvæða. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×