Innlent

Ingibjörg vill breyta eftirlaunum fyrir þinglok

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill breyta eftirlaunum æðstu embættismanna fyrir þinglok.

Rúm fjögur ár eru síðan að Alþingi samþykkti umdeilt eftirlaunafrumvarp. Lögin tryggja æðstu embættismönnum landsins betri lífeyriskjör en almenningur býr við. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði í fyrra fram frumvarp til breytingar á þessum lögum, með það að markmiði að jafna lífeyriskjör til jafns við aðra opinbera starfsmenn. Frumvarpið hefur setið fast í nefnd.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur frumvarp Valgerðar ágætan grunn til að byggja á en að skoða þurfi það frekar. Hún vill ná pólitískri sátt allra flokka um málið og að það verði leitt til lykta fyrir þinglok




Fleiri fréttir

Sjá meira


×