Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings 9. maí 2008 19:13 Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag. Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag.
Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38
Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04
Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14
Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18
Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33
Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37
Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16