Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings 9. maí 2008 19:13 Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag. Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag.
Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38
Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04
Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14
Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18
Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33
Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37
Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16