Innlent

Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað

Fyrrverandi húsnæði Byrgisins.
Fyrrverandi húsnæði Byrgisins. MYND/Róbert

Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. Guðmundur var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum sem voru skjólstæðingar hans í Byrginu. Þá var hann dæmdur til þess að greiða þeim sex milljónir samanlagt í bætur.

Hilmar Baldursson sagðist hafa farið fram á sýknu í málinu og þar af leiðandi væri hann ósáttur við dóminn. Hann sagðist nú myndu fara til fundar við Guðmund til þess að ræða stöðuna og þeir myndu nýta sér einhvern hluta þess frests sem Guðmundur hefði til þess að ákveða hvort hann áfrýjaði dómnum.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, var fulltrúi ákæruvaldsins á vettvangi en það var Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari sem flutti málið. Ólafur Helgi sagði við fjölmiðla að dómurinn væri innan þess ramma sem hægt hefði verið að ímynda sér. Hann gat ekkert sagt hvort saksóknari myndi áfrýja málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×