Innlent

Færð að batna á Suðurnesjum

Mikil skóf á Reykjanesbrautinni í morgun.
Mikil skóf á Reykjanesbrautinni í morgun. MYND/Stöð 2

Færð er að batna á Suðurnesjum og er búið að opna Reykjanesbraut og Grindarvíkurveg. Eins er fært frá Keflavík út í Garð og Sandgerði og verið að opna út í Hafnir. Mikill skafrenningur er þó enn á Suðurnesjum.

Reykjanesbraut var lokuð í morgun vegna þess að mikið skóf á veginn og komu björgunarsveitarmenn á Suðurnesjum tugum ökumanna til aðstoðar sem sátu fastir á veginum. Var um tíma hleypt í hollum um veginn með fylgd lögreglu og björgunarsveitarmanna.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að Hellisheiði sé enn ófær en opið er um Þrengslin. Þá er þæfingsfærð er um mestallt Suðurland. Búið er að opna Bröttubrekku en enn er þungfært og stórhríð á Holtavörðuheiði.

Éljagangur er víða á Vestfjörðum og Norðurlandi en vegir opnir. Á Austurlandi er víðast hált. Öxi er ófær. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×