Erlent

Einn af hundrað Bandaríkjamönnum sitja í fangelsi

Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sitja nú meir en einn af hverjum hundrað fullorðnum þegnum landsins í fangelsi

Fjöldi fanga í Bandaríkjunum hefur vaxið mun hraðar en íbúafjöldinn á undanförnum áratug og er nú svo komið að yfir 2,3 milljón manna sitja bakvið lás og slá. Til samanburðar má nefna að í Kína, fjölmennasta ríki heims, eru fangar nú um 1,5 milljón talsins.

Mörg ríki Bandaríkjana eru að sligast undir kostnaðinum við að halda úti nægulegu fangelsisrými til að hýsa hinn vaxandi fjölda af föngum. Heildarkostnaðurinn við rekstur fangelsa í landinu nam um 49 milljörðum dollara á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að fyrir 20 árum nam þessi kostnaður undir 11 milljörðum dollara. Hefur fjármagn sem fer í rekstur fangelsan aukist sexfalt á við það fjármagn sem varið var til æðri menntunnar í Bandaríkjunum á þessu tímabili.

Ríki á borð við Texas og Kansas þar sem fjöldi fanga eykst hvað mest hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að draga úr fjölda fólks í fangelsum. Þar má meðal annars nefna að fólk sem dæmt er fyrir minniháttar glæpi fær í auknum mæli til að afplána dóma sína í formi samfélagsþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×