Erlent

Fjögur börn deyja í eldflaugaárás á Gaza

Ættingi grætur eftir að bera kennsl á lík eins barnanna.
Ættingi grætur eftir að bera kennsl á lík eins barnanna. MYND/AFP

Fjögur palestínsk börn létu lífið í loftárás Ísraela á norðurhluta Gaza í dag samkvæmt heimildum lækna. Börnin voru öll undir 12 ára aldri. Þau voru að leik í Jabaliya flóttamannabúðunum. Ísraelski herinn segir skotmarkið hafa verið eldflaugaskotpallur.

Í allt hafa 21 palestínumaður látið lífið í árásum Ísraela á síðustu tveimur dögum, þar af sex mánaða gamalt ungabarn.

Í gær lést ísraelskur námsmaður í eldflaugaárás Hamas nálægt Sderot í Ísrael.

Ehud Olmert forsætisráðherra ísraels sagði að hryðjuverkamenn á svæðinu myndu gjalda árásanna háu verði.

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að eldflaugaárásir Palestínumanna yrðu að hætta. Hún mun heimsækja Miðausturlönd í næstu viku þar sem hún ræðir við Olmert og Mahmoud Abbas forseta Palestínu.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir djúpum áhyggjum af vaxandi ofbeldi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×