Erlent

Þingmenn fá ´gula spjaldið´

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. mynd/AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur skipað Sir Philip Mawer í stöðu sérstaks rágjafa.

Ráðgjöf hans felst í því að leiðbeina þingmönnum hvernig þeir eiga að haga sér utan stjórnmálanna. Leggur hann til að þingmenn sem haga sér á óviðeigandi hátt fái ´gula spjaldið´ eins og það er orðað í stað þess að þurfa að segja af sér samstundis.

Einnig leggur hann til að þingmenn fái tækifæri til að biðja þingið afsökunar. Það er þó í höndum forsætisráðherrans hvaða refsingum hann vill beita þá þingmenn sem uppvísir eru um ósmekklega hegðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×