Spænska pressan rífur Barcelona í sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 11:18 Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ganga heldur niðurlútir af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira