Mohamed Sissoko hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus til loka tímabilsins 2013.
Sissoko gekk til liðs við Juventus frá Liverpool í janúar síðastliðnum og samdi þá til ársins 2012. Juventus keypti hann á þrettán milljónir evra.
Hann þakkaði liðsfélögum sínum hversu vel honum hefur gengið að aðlagast nýja félaginu sínu.