Innlent

Borgarstjórn skorar á Kristján Möller

Flutningsmaður tillögunnar var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs
Flutningsmaður tillögunnar var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag var samþykkt samhljóða tillaga um að skora á samgönguráðherra og formann samgöngunefndar Alþingis að þeir beiti sér fyrir því að Sundabraut verði lögð í göngum og verkhönnun verði hafin samhliða mati á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framgangi málsins.

Í áskoruninni segir að borgaryfirvöld hafi samþykkt samhljóða að sú leið sé bæði út frá samgöngu- og umhverfissjónarmiðum lang besta lausnin til langrar framtíðar. Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafi einnig mælt eindregið með því að Sundagöng á leið 1 verði farin.

"Nú er liðinn rúmur áratugur frá því að umfjöllun um legu Sundabrautar þ.e. þverun yfir Klepppsvík, hófst. Vegna mikilvægis Sundabrautar er áríðandi að innan skamms tíma verði tekin ákvörðun um legu og fyrirkomulag Sundabrautar," segir í áskoruninni.

Í áskoruninni segir einnig að borgarstjórn Reykjavíkur treysti því að samgönguráðherra og formaður samgöngunefndar Alþingis beiti sér fyrir því á vettvangi ríkisstjórnarinnar og Alþingis að þessi ákvörðun verði tekin sem fyrst, þannig að framkvæmdir geti hafist eigi síðar en á síðari hluta næsta árs.

Flutningsmaður tillögunnar var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×