Innlent

Evrópunefnd undirbýr ekki aðildarviðræður

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar mun hvorki undirbúa aðildarumsókn að Evrópusambandinu né skilgreina samningsmarkmið Íslands, segir Illugi Gunnarsson, annar af formönnum nefndarinnar.

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sátu fyrsta fund Evrópunefndar í morgun en tveir formenn eru yfir nefndinni, þeir Illugi Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson frá Samfylkingunni. Hafi stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar haldið að nú yrði byrjað að undirbúa umsókn, þá er það misskilningur, að sögn Illuga. Hlutverk nefndarinnar komi skýrt fram í stjórnarsáttmála og eins í orðum forsætisráðherra í dag á fyrsta fundi hennar. Hún eigi að vera einskonar vaktstöð, að fylgjast með því hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið, að fylgjast með þróun mála og leggja mat á breytingar, en alls ekki að undirbúa aðildarviðræður né að skilgreina samningsmarkmið gagnvart Evrópusambandinu, að sögn Illuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×