Innlent

Sektaðir fyrir veiðar á friðuðu svæði

Hæstiréttur sneri í dag við dómum í máli tveggja manna sem sakaðir voru um línuveiðar á friðuðu svæðí á Reykjafjarðaráli á Húnaflóa.

Þeir höfðu í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið sýknaðir en voru sakfelldir í Hæstarétti og gert að greiða 400 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð.

Í málinu báru mennirnir fyrir sig að refsiákvæði tiltekinnar reglugerðar um friðunarsvæði væru ekki nógu skýr og að þeir hefðu verið við veiðar í góðri trú þar sem þeir hefðu farið eftir upplýsingum heimamanna sem vanir voru veiðum á svæðinu.

Hæstiréttur komst hins vegar að því að refsiheimildin væri nógu skýr og að mönnunum hefði átt að vera kunnugt um sem skipstjórnarmönnum hvaða lög og reglugerðir giltu um veiðar á hinu friðaða veiðisvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×