Dómur í máli gegn formanni Rafiðnaðarsambandsins mildaður 24. janúar 2008 17:03 MYND/Vilhelm Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var að hluta til sýknaður af kæru um meiðyrði í garð eigenda starfsmannaleigu vegna orða sem hann lét falla í fjölmiðlum en hluti orða hans var dæmdur ómerkur. Var hann dæmdur til að greiða öðrum eiganda fyrirtækisins 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna tiltekinna ummæla en hann hafði verið dæmdur til að greiða þeim eina milljón í skaðabætur í héraði. Á ársfundi Alþýðusambands Íslands 2005 tók Guðmundur til máls í umræðum um kjör erlendra manna sem störfuðu hérlendis á vegum starfsmannaleiga. Að sögn Guðmundar var tilefni umræðu hans upplýsingar frá yfirtrúnaðarmanni stéttarfélaga við Kárahnjúka um ávirðingar í garð stjórnenda félagsins 2b ehf. Í kjölfarið var greint frá atriðum sem tengdust þessari umræðu í aðalfréttatíma Stöðvar 2 og Ríkissjónvarps í október 2005. Þar lét Guðmundur meðal annars orð falla sem eigendur félagsins, Eiríkur Eiður Baldvinsson og Olena Shchavynska, töldu ærumeiðandi. Þar á meðal að þarna væru dólgar sem flyttu inn bláfátækt verkafólk og notfærðu sér eymd þess til þess að hagnast á því. Þá sakaði hann konuna um að ganga á milli verkstjóra á Kárahnjúkasvæðinu og segja að ef pólskir verkamenn væru ekki nógu þægir þá skyldu þeir bara ganga í skrokk á þeim. Ákveðin ummæli Guðmundar vörðuðu starfsmannaleigur í fleirtölu og taldi Hæstiréttur að hvergi yrði séð að ummæli að ummæli Guðmundar hefðu að þessu leyti gefið fréttamanni tilefni til að nafngreina 2b ehf. fremur en aðrar starfsmannaleigur eða taka viðtal við Eirík frekar en aðra. Guðmundur hafi ekki getað borið ábyrgð á hvernig fréttarmaðurinn kaus að setja ummæli hans í samhengi við önnur atriði. Var hann því sýknaður af kröfu um ómerkingu þessara ummæla. Þá var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar um konuna en hún var ekki nafngreind í viðtalinu en vísað til þjóðernis hennar. Fyrir héraðsdómi staðfesti Guðmundur að hann hefði átt við Olenu. Taldi Hæstiéttur að Guðmundur hefði með þeim ummælum sakað Olenu um ámælisverða háttsemi, sem sönnur hefðu ekki verið færðar fyrir og var með þeim vegið að æru hennar. Voru þessi ummæli Guðmundar því ómerkt og hann dæmdur til að greiða henni miskabætur og fjárhæð til þess að birta niðurstöðu dómsins. Að lokum var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar um uppgjör félagsins 2b ehf. á launagreiðslum til starfsmanna sinna. Ekki var mótmælt af hálfu Guðmundar að ummælin vörðuðu 2b ehf. en því hins vegar borið við að ummælin hefðu verið réttmæt. Fyrir lágu í málinu tólf óáfrýjaðir héraðsdómar þar sem 2b ehf. var gert að standa skil á nánar tilgreindum fjárhæðum vegna vangreiddra launa. Ekki var fallist á þau rök Olenu og Eiríks Eiðs að þær vanefndir yrðu réttlættar með því að um mistök eða misskilning hafi verið að ræða. Þóttu því ekki næg efni til þess að ómerkja þau ummæli Guðmundar. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var að hluta til sýknaður af kæru um meiðyrði í garð eigenda starfsmannaleigu vegna orða sem hann lét falla í fjölmiðlum en hluti orða hans var dæmdur ómerkur. Var hann dæmdur til að greiða öðrum eiganda fyrirtækisins 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna tiltekinna ummæla en hann hafði verið dæmdur til að greiða þeim eina milljón í skaðabætur í héraði. Á ársfundi Alþýðusambands Íslands 2005 tók Guðmundur til máls í umræðum um kjör erlendra manna sem störfuðu hérlendis á vegum starfsmannaleiga. Að sögn Guðmundar var tilefni umræðu hans upplýsingar frá yfirtrúnaðarmanni stéttarfélaga við Kárahnjúka um ávirðingar í garð stjórnenda félagsins 2b ehf. Í kjölfarið var greint frá atriðum sem tengdust þessari umræðu í aðalfréttatíma Stöðvar 2 og Ríkissjónvarps í október 2005. Þar lét Guðmundur meðal annars orð falla sem eigendur félagsins, Eiríkur Eiður Baldvinsson og Olena Shchavynska, töldu ærumeiðandi. Þar á meðal að þarna væru dólgar sem flyttu inn bláfátækt verkafólk og notfærðu sér eymd þess til þess að hagnast á því. Þá sakaði hann konuna um að ganga á milli verkstjóra á Kárahnjúkasvæðinu og segja að ef pólskir verkamenn væru ekki nógu þægir þá skyldu þeir bara ganga í skrokk á þeim. Ákveðin ummæli Guðmundar vörðuðu starfsmannaleigur í fleirtölu og taldi Hæstiréttur að hvergi yrði séð að ummæli að ummæli Guðmundar hefðu að þessu leyti gefið fréttamanni tilefni til að nafngreina 2b ehf. fremur en aðrar starfsmannaleigur eða taka viðtal við Eirík frekar en aðra. Guðmundur hafi ekki getað borið ábyrgð á hvernig fréttarmaðurinn kaus að setja ummæli hans í samhengi við önnur atriði. Var hann því sýknaður af kröfu um ómerkingu þessara ummæla. Þá var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar um konuna en hún var ekki nafngreind í viðtalinu en vísað til þjóðernis hennar. Fyrir héraðsdómi staðfesti Guðmundur að hann hefði átt við Olenu. Taldi Hæstiéttur að Guðmundur hefði með þeim ummælum sakað Olenu um ámælisverða háttsemi, sem sönnur hefðu ekki verið færðar fyrir og var með þeim vegið að æru hennar. Voru þessi ummæli Guðmundar því ómerkt og hann dæmdur til að greiða henni miskabætur og fjárhæð til þess að birta niðurstöðu dómsins. Að lokum var krafist ómerkingar á ummælum Guðmundar um uppgjör félagsins 2b ehf. á launagreiðslum til starfsmanna sinna. Ekki var mótmælt af hálfu Guðmundar að ummælin vörðuðu 2b ehf. en því hins vegar borið við að ummælin hefðu verið réttmæt. Fyrir lágu í málinu tólf óáfrýjaðir héraðsdómar þar sem 2b ehf. var gert að standa skil á nánar tilgreindum fjárhæðum vegna vangreiddra launa. Ekki var fallist á þau rök Olenu og Eiríks Eiðs að þær vanefndir yrðu réttlættar með því að um mistök eða misskilning hafi verið að ræða. Þóttu því ekki næg efni til þess að ómerkja þau ummæli Guðmundar.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent