Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa 21. janúar 2008 15:19 MYND/Pjetur Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. Hún hyggst koma á framfæri mótmælum við Ísraela. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þeim aðstæðum sem ríkja á Gasasvæðinu, en þar hafa Ísraelar lokað fyrir rafmagn þannig að það hefur áhrif á sjúkrahús og fleiri mikilvægar stofnanir. Vísaði Ögmundur í bréf Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins Ísland - Palestína, til ríkisstjórnarinnar þar sem ástandinu á Gasa er lýst. Benti hann á að eldsneytis- og rafmagnsleysi hefði í för með sér að starfsemi spítala lamaðist og sömuleiðis skolp- og vatnsveita sem væru knúnar rafmagni. Drepsóttir gætu breiðst út og stefna Ísraelsstjórnar væri að breyta þessu stærsta fangelsi heims sem Gasa væri í útrýmingarbúðir. Spurði hann ráðherra hvernig hann hygðist bregðast við ástandinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ástand mála á Gasa skelfilegt og hefði sennilega aldrei verið verra. Hún hefði í morgun hringt í framkvæmdasstjóra flóttamannasamtaka SÞ á svæðinu. Hún hefði sagt að á þeim sjö árum sem hún hefði starfað á svæðinu hefði ástandið aldrei verið verra. Ingibjörg Sólrún sagðist líta svo á að Ísraelar og Palestínumenn hefðu rétt á að gæta öryggis síns en ekki væri hægt að sætta sig við aðgerðir Ísraela nú. Hér væri á ferðinni hóprefsing sem væri ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum. Íslensk yfirvöld hlytu að koma á framfæri mótmælum við þessu. Sagðist Ingibjörg Sólrún myndu reyna að hafa samband við utanríkisráðherra Ísraels til þess að koma á framfæri mótmælum. Utanríkisráðherra sagði eldflaugaárásir frá Gasasvæðinu ófyrirgefanlegar en 250 slíkar hefðu verið gerðar á undanförnum mánuði. Það réttlætti hins vegar ekki þá hóprefsingu sem Ísraelar hefðu gripið til. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. Hún hyggst koma á framfæri mótmælum við Ísraela. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þeim aðstæðum sem ríkja á Gasasvæðinu, en þar hafa Ísraelar lokað fyrir rafmagn þannig að það hefur áhrif á sjúkrahús og fleiri mikilvægar stofnanir. Vísaði Ögmundur í bréf Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins Ísland - Palestína, til ríkisstjórnarinnar þar sem ástandinu á Gasa er lýst. Benti hann á að eldsneytis- og rafmagnsleysi hefði í för með sér að starfsemi spítala lamaðist og sömuleiðis skolp- og vatnsveita sem væru knúnar rafmagni. Drepsóttir gætu breiðst út og stefna Ísraelsstjórnar væri að breyta þessu stærsta fangelsi heims sem Gasa væri í útrýmingarbúðir. Spurði hann ráðherra hvernig hann hygðist bregðast við ástandinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ástand mála á Gasa skelfilegt og hefði sennilega aldrei verið verra. Hún hefði í morgun hringt í framkvæmdasstjóra flóttamannasamtaka SÞ á svæðinu. Hún hefði sagt að á þeim sjö árum sem hún hefði starfað á svæðinu hefði ástandið aldrei verið verra. Ingibjörg Sólrún sagðist líta svo á að Ísraelar og Palestínumenn hefðu rétt á að gæta öryggis síns en ekki væri hægt að sætta sig við aðgerðir Ísraela nú. Hér væri á ferðinni hóprefsing sem væri ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum. Íslensk yfirvöld hlytu að koma á framfæri mótmælum við þessu. Sagðist Ingibjörg Sólrún myndu reyna að hafa samband við utanríkisráðherra Ísraels til þess að koma á framfæri mótmælum. Utanríkisráðherra sagði eldflaugaárásir frá Gasasvæðinu ófyrirgefanlegar en 250 slíkar hefðu verið gerðar á undanförnum mánuði. Það réttlætti hins vegar ekki þá hóprefsingu sem Ísraelar hefðu gripið til.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði