Íslenski boltinn

KR-ingar á leið til GAIS

Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson Mynd/Valli

Sænska liðið GAIS í Gautaborg er að verða sannkallað Íslendingalið. Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að Hallgrímur Jónasson hjá Keflavík hefur gert fimm ára samning við félagið en á eftir að gangast undir læknisskoðun.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að KR-ingarnir Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson hafi einnig komist að samkomulagi um að ganga í raðir sænska liðsins. Þar mun vera um að ræða fimm ára samninga.

Fyrir hjá GAIS er Eyjólfur Héðinsson fyrrum leikmaður Fylkis, en hann ætti að fá góðan félagsskap landa sinna í framtíðinni ef þremenningarnir standast læknisskoðun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.