Gæludýraeigendur geta nú breytt dauðum gæludýrum sínum í demanta. Demantarnir eru framleiddir úr kolefni frá ösku dýranna sem fengið er frá dýralíkbrennsluhúsi í Hertfordshire í Bretlandi. Líkbrennslan tekur fyrir frá tæplega þrjú hundruð þúsundum króna upp í tvær milljónir eftir stærð demantsins. Duncan Francis talsmaður fyrirtækisins sagði dagblaðinu Metro að demantur kæmi á eilífri tengingu við gæludýrið og sumum þætti mikil huggun í því.
Dauðum gæludýrum umbreytt í demanta
