Erlent

Hálf milljón flugsæta á útsölu

Þota British Airways á Keflavíkurflugvelli.
Þota British Airways á Keflavíkurflugvelli. MYND/Víkurfréttir - Hilmar Bragi Bárðarson

British Airways ætlar að selja hálfa milljón flugsæta á útsölu til þess að vinna upp almenningsálit á fyrirtækinu eftir að verkfalli flugliða var frestað á síðustu stundu í vikunni. Hunduðum fluga var aflýst strax í síðustu viku en þau síðan sett aftur á áætlun með litlum fyrirvara eftir að samningar náðust.

Áætlað er að BA hafi þannig tapað í kringum 50 þúsund af 77 þúsund farþegum sem hefðu átt að ferðast með þeim flugum þessa daga.

Fólk sem bókar fyrir 6. febrúar eiga því möguleika á því að fá allt að 67% afslátt af flugi, en margir af miðunum eru fyrir brottfarir á næstu tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×