Erlent

26 þúsund fölsuð vegabréf

Innflytjendaráðuneyti Svíþjóðar mun rannsaka útgáfu vegabréfa gegn fölsuðum skjölum.
Innflytjendaráðuneyti Svíþjóðar mun rannsaka útgáfu vegabréfa gegn fölsuðum skjölum. MYND/AP

Íraska sendiráðið í Stokkhólmi hefur gefið út 26 þúsund vegabréf á röngum forsendum til hælisleitenda í Svíþjóð og Noregi, að því er fram kemur í sænska blaðinu Metro. Málið komst upp þegar lögreglan í Osló kom upp um vegabréfafalsara.

Íraski sendiherrann í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa gefið út vegabréf gegn fölsuðum skjölum, þar sem ekki hafi verið hægt að sannreyna gildi skjalanna. Innflytjendaráðherra Svíþjóðar hefur tekið málið til athugunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×